Fjöldi Íslendinga á Twitter margfaldast alltaf þegar Eurovision-tímabilið hefst. Kassamerkið #12stig er notað til að halda utan umræðuna sem er á köflum miskunnarlaus í garð keppenda.
Forkeppni Eurovision hófst í Háskólabíó í kvöld þegar sex lög voru flutt í beinni útsendingu á RÚV. Tístarar settu dæluna í gang og hér eru nokkur góð.
Samfylkingin ætti að taka þátt í Eurovision, fólk getur hugsað sér að kjósa ótrúlegustu hluti áfram. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) February 6, 2016
Drykkjuleikur: Í hvert skipti sem minnst er á gleðibankann í söngvakeppninni, skot! ? #12stig
— Þóranna Gunný (@totarikk) February 6, 2016
Hugsið um börnin!
Get ekki gert mig ábyrga fyrir kjöri barnanna á heimilinu.. en þau eru jú framtíðin.. #12stig
— Dagny Reykjalin (@dreykjalin) February 6, 2016
Foreldrar vinsamlegast hafið vit fyrir börnunum ykkar og leyfið þeim ekki að kjósa viðbjóð #12stig
— Inga? (@irg19) February 6, 2016
Og Ingó fékk sinn skammt
https://twitter.com/borkoborko/status/696077902346088448
#12stig ingó styður ekki listamannalaun en hann styður líklega námslánin! ?
— Anna Diljá (@annadjons) February 6, 2016
Ef maður notar „systur minni, Tinnu“ til að ríma við „hef bara enga vinnu“ þá á maður ekki skilið listamannalaun. Aldrei. #12stig
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) February 6, 2016
https://twitter.com/addathsmara/status/696067940173660161
Björtu hliðarnar: Ef hann vinnur mun Ingó ekki þiggja neina styrki og ætlar því að greiða sjálfur fyrir farið sitt til Svíþjóðar #12stig
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) February 6, 2016
Palli glitraði á sviðinu
Nú man ég hverjum ég lánaði bláa pallíettusamfestinginn minn. #12stig
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) February 6, 2016
Og Stefán Máni súmmeraði þetta svo allt upp
Hafiði fattað að Twitter eru gömlu kallarnir á svölunum í Prúðuleikurum nútímans? #12stig
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) February 6, 2016