12:00, skemmtiþáttur Verzlunarskóla Íslands, sendi frá sér djarft myndband við lagið Take You There á dögunum. Talsvert hefur verið deilt um myndbandið á samfélagsmiðlum en á Nútímanum í gær kom fram að ritskoðunarhópur starfsmanna Verzlunarskóla Íslands hafi farið yfir myndbandið.
Sjá einnig: Djarft myndband nemenda í Verzló var samþykkt af starfsmönnum skólans
Hlutverk stúlkunnar í myndbandinu hefur gagnrýnt og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari Borgarholtsskóla, til að mynda í umfjöllun DV að hún birtist í valdalausri stöðu.
„Þær eru sýndar kynferðislega og lítið klæddar. Á meðan eru strákarnir gerendur, í valdastöðu. Þeir eru meira klæddir. Þeirra kynþokki felst í styrk og valdi, á meðan kynþokki stelpnanna felst í valdaleysi og klæðaleysi,“ sagði Hanna Björg.
Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, ræddi um myndbandið í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun og sagði að stelpan væri mjög valdamikil í myndbandinu og að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum.
Hún er sexí, ákveðin og það er óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni.
Hlustaðu á viðtalið við Sylvíu hér fyrir neðan.