Auglýsing

Formaður stjórnar Landsvirkjunar er líka formaður Kjararáðs

Jónas Þór Guðmundsson er bæði formaður stjórnar Landsvirkjunar og formaður Kjararáðs. Í dag var greint frá því að laun stjórnarmanna og forstjóra Landsvirkjunar hafi hækkað um 45 prósent á síðasta ári. Þá hefur Kjararáð hækkað laun embættismanna langt umfram það sem gengur og gerist á almennum vinnumarkaði undanfarin misseri.

Það mætti því segja að Jónas Þór sé einhvers konar miðdepill launahækkana hjá opinberum stjórnendum — launahækkana sem eru úr takti við það sem gengur og gerist.

Kjararáð hefur verið harðlega gagnrýnt meðal annars fyrir miklar afturvirkar hækkanir á launum þingmanna, biskups og presta. Í dag voru svo launahækkanir hjá Landsvirkjun gagnrýndar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir í samtali við RÚV að launahækkanir hjá stjórnarmönnum og forstjóra Landsvirkjunar séu ekki í takti við það sem sé að gerast í kjaramálum og hyggst kalla eftir skýringum frá stjórn fyrirtækisins.

Í frétt RÚV kemur fram að stjórnarlaun Landsvirkjunar hafi hækkað úr 12,7 milljónum króna í nítján milljónir á milli ára. Laun forstjóra fóru úr 1,7 milljón á mánuði í 2,5 milljónir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing