Auglýsing

Fornleifafræðingar uppgötva elsta skipsflak sem að fundist hefur

Hópur fornleifafræðinga sem að sérhæfa sig í fornleifafræði neðansjávar, uppgötvuðu á dögunum elsta skipsflak sem að fundist hefur. Um þetta má lesa í grein The Guardian.

Skipsflakið, sem að fannst í ótrúlegu ásigkomulagi á botni Svartahafs, er talið vera gamalt kaupskip frá Grikklandi hinu forna og er því að öllum líkindum allt að 2400 ára gamalt. Ótrúlega heillegt ástand skipsins má rekja til skorts á súrefni á botni Svartahafsins, sem að olli því að skipið fannst í nánast upprunnalegri mynd.

Sjá einnig: Fornleifafræðingar finna skattaskjól í Nauthólsvík, sjáðu aprílgabb Nútímans

Talið er að uppgötvunin muni gjörbreyta skilningi á skipasmíði og siglingum í Grikklandi hinu forna, en frekari gögn úr rannsókninni verða birt á ráðstefnu í London síðar í vikunni. Hópurinn hefur einnig unnið að heimildamynd um þessa stórmerkilegu uppgötvun sem að sýnd verður á þriðjudaginn.

Skipsflakið þykir ekki síður merkilegt vegna þess hversu mikið það líkist fornum teikningum af  kaupskipum, eins og þeirri sem að sjá má á vasanum hér að ofan. Frá þessu greinir BBC.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing