Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, eignaðist stúlku í morgun. Hún er aðeins önnur konan til að eignast barn í embætti þjóðarleiðtoga. Sú fyrsta til þess var Benazir Bhutto sem var forsætisráðherra Pakistan þegar hún eignaðist dóttur árið 1990. Hin nýfædda dóttir Ardern er einmitt fædd sama dag og Bhutto.
Í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Nýja Sjálands kemur fram að móður og dóttur heilsist vel. Ardern fer í sex vikna fæðingarorlof en eftir það tekur eiginmaðurinn hennar, Clarke Gayford, við. Staðgengill forsætisráðherra, Winston Peters tekur yfir störf Ardern meðan hún er í orlofi en hún verður þó höfð með í ráðum í mikilvægum málum í millitíðinni.
Ardern setti mynd af sér og eiginmanni sínum með litlu stúlkuna á Instagram þar sem hún þakkar fyrir góðar kveðjur og segir þau hafa það gott þökk sé starfsfólki sjúkrahússins
Malcolm Turnball forsætisráðherra Ástralíu óskar hjónunum til hamingju. Hann segir Ardren hafa hljómað spenntari í símanum en þegar hún vann kosningarnar og varð forsætisráðherra.
Congratulations @jacindaardern on your wonderful news today. When we spoke this morning you sounded more excited than you did when you won the election! Lots of love and best wishes from me and Lucy and all of us across the ditch.
— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) January 18, 2018
Hálfgert fjölmiðlafár greip um sig í Nýja Sjálandi þegar fór að styttast í fæðingu og myllumerkið babywatch gerði allt vitlaust á Twitter.
Mōrena, we're all set up at Auckland City Hospital waiting on the arrival of the First Baby! We wish you a speedy delivery @jacindaardern – stay tuned for updates @Akld_DHB @nzlabour @NZStuff #babywatch pic.twitter.com/RBcmSBDfwD
— Nicole Lawton (@nicolemarymay) June 20, 2018
Hlaðborð var sett upp á sjúkrahúsinu fyrir fjölmiðlafólk á meðan þeir biðu fregna af fæðingunni
Baby watch update. still waiting. in other news, Akl City Hosp puts on a mean spread #PrimeMinister #babywatch @NZStuff pic.twitter.com/uRkhjZozWk
— Nicole Lawton (@nicolemarymay) June 21, 2018
Sumir gátu ekki annað en fylgst með
#babywatch is like that Netflix series you feel compelled to watch until the end despite feeling unsure about the plot.
— hamish mcneilly (@southernscoop) June 21, 2018