Auglýsing

Forsætisráðherra Nýja Sjálands fæðir stúlku, önnur konan í sögunni til að eignast barn í embætti

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, eignaðist stúlku í morgun. Hún er aðeins önnur konan til að eignast barn í embætti þjóðarleiðtoga. Sú fyrsta til þess var Benazir Bhutto sem var forsætisráðherra Pakistan þegar hún eignaðist dóttur árið 1990. Hin nýfædda dóttir Ardern er einmitt fædd sama dag og Bhutto.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Nýja Sjálands kemur fram að móður og dóttur heilsist vel. Ardern fer í sex vikna fæðingarorlof en eftir það tekur eiginmaðurinn hennar, Clarke Gayford, við. Staðgengill forsætisráðherra, Winston Peters tekur yfir störf Ardern meðan hún er í orlofi en hún verður þó höfð með í ráðum í mikilvægum málum í millitíðinni.

Ardern setti mynd af sér og eiginmanni sínum með litlu stúlkuna á Instagram þar sem hún þakkar fyrir góðar kveðjur og segir þau hafa það gott þökk sé starfsfólki sjúkrahússins

Malcolm Turnball forsætisráðherra Ástralíu óskar hjónunum til hamingju. Hann segir Ardren hafa hljómað spenntari í símanum en þegar hún vann kosningarnar og varð forsætisráðherra.

Hálfgert fjölmiðlafár greip um sig í Nýja Sjálandi þegar fór að styttast í fæðingu og myllumerkið babywatch gerði allt vitlaust á Twitter.

Hlaðborð var sett upp á sjúkrahúsinu fyrir fjölmiðlafólk á meðan þeir biðu fregna af fæðingunni

Sumir gátu ekki annað en fylgst með

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing