Nicola Sturgeon forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins styður Ísland á HM í Rússlandi seinna í mánuðinum.
Í viðtali við Channel 4 News segist hún hafa dregið Ísland í veðmáli á skrifstofu sinni. Fréttamaðurinn hlær að svari hennar og spyr hvort hún hafi valið landið vegna þess að íslenska liðið vann England í frægum leik á EM en oft er stirrt í samskiptum Skota og Englendinga.
Hún segir það aðeins hafa verið tilviljun og óskar Englendingum velgengni á mótinu. Sturgeon segist þó í hreinskilni sennilega ekki ætla að horfa mikið á keppnina.
Nicola Sturgeon says she’ll be supporting Iceland at the World Cup after drawing them in her office sweepstake – but says she wishes England well. pic.twitter.com/7xDeGOPXyG
— Channel 4 News (@Channel4News) June 8, 2018