Auglýsing

Forsætisráðherra um ESB-umsóknina: „Kannski er þessu lokið“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag.

Sigmundur Davíð var meðal annars spurður að því hvort það stæði til að afturkalla umsókn Íslands í Evrópusambandið. Sigmundur sagði að það væri ekki víst hvort þörf sé á því:

„Því er haldið opnu hvort það sé þörf á því eða hvort umsóknin sé dauð,“ sagði hann. „Utanríkisráðherra hefur útskýrt það að hann hafi sett inn á þingmálaskrá að það kunni að koma þingmál en það er ekki ljóst hvort það sé yfir höfuð þörf á því.“

Sigmundur vísaði í orð Jean-Clau­de Juncker, verðandi for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar sam­bands­ins, um að ekkert ríki verði tekið inn í sambandið á næstu fimm árum og að sagði að Ísland sé ekki í stöðu til að vera tekið fyrir með umsóknarríkjum. „Kannski er þessu lokið. En það getur verið ástæða til að fá það á hreint í samskiptum við Evrópusambandið hvar þetta stendur.“

Þingsályktunartillaga um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka var birt á vef Alþingis 21. febrúar á þessu ári. Tillagan vakti hörð viðbrögð. Hart var tekist á um hana á Alþingi og fóru nokkrir samstöðufundir fram á Austurvelli þar sem allt að 8.000 manns mótmæltu.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing