Ein mikilvægustu fangaskipti síðari ára áttu sér stað í gær á milli Bandaríkjanna og Rússlands þegar blaðamaðurinn Evan Gerskovich og fyrrverandi landgönguliðinn Paul Whelan voru látnir lausir úr rússnesku fangelsi og flogið heim til Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var mættur ásamt varaforseta sínum, Kamölu Harris, á herstöð Bandaríkjahers í Maryland þar sem flugvél þeirra Evan og Paul lenti í gærkvöldi. Við þetta tækifæri ætlaði Joe Biden að halda tilkomu mikla ræðu en við upphaf hennar fór hann að stara út í loftið en uppákoman þykir renna frekari stoðum undir þær kenningar að þessi 81 ára gamli Demókrati sé að kljást við alvarlegan heilsubrest.
Elstur allra sitjandi forseta Bandaríkjanna
Þeir sem hafa eitthvað fylgst með stjórnmálum í Bandaríkjunum og þá sérstaklega væntanlegum forsetakosningum þar í landi vita að Joe Biden hefur ekki beint sýnt sínar bestu hliðar – þvert á móti hefur hann átt erfitt með að koma út úr sér heilum setningum án þess að detta út, hefur kallað forseta Úkraínu Pútín og svo mætti lengi telja. Varaforsetinn, og forsetaefni Demókrata, Kamala Harris var fljót að átta sig á að Biden hefði bókstaflega dottið út og greip orðið og kláraði ræðuna.
Joe Biden trónir á toppnum yfir elstu starfandi forseta Bandarílkjanna en á eftir honum kemur Donald Trump sem er einmitt forsetaefni Repúblikana. Á eftir þeim kemur Ronald Reagan sem sór embættiseið sinn 69 ára gamall.
Sá elsti er 91 ára og enn sitjandi
Þessi heilsulitli forseti Bandaríkjanna nær þó ekki nema fjórða sæti yfir þá elstu starfandi forseta ef litið er á heiminn allan. Þar er Paul Biya í fyrsta sæti – hann er sitjandi forseti Kamerún og hefur verið það síðan 1981 eða í rúmt 41 ár. Paul Bia er 91 árs gamall. Á eftir honum kemur sitjandi forseti Líbanon, Michel Aoun en hann er einu ári yngri en forseti Kamerún eða 90 ára. Michel hefur verið sitjandi forseti Líbanon síðan 2016. Í þriðja sæti er svo Nana Akufo-Addo en hann er forseti Ghana og hefur setið sem slíkur frá árinu 2017. Forsetatíð gamla fólksins? Mögulega. Á eftir honum kemur svo Joe Biden sjálfur.
En Biden átti nú ekki að stela sviðsljósinu í gær enda telja fjölmiðlar að hann hafi ekki einu sinni vitað af sjálfum sér á tímapunkti í gærkvöldi. Aðalmálið voru umrædd fangaskipti sem voru söguleg en hverjir eru þeir sem var sleppt úr rússneskum fangelsum og af hverju sátu þeir inni?
Einn ákærður – hinn fékk 16 ára dóm
Evan Gershkovich: Fréttamaður Wall Street Journal, var handtekinn í mars 2023 og ákærður fyrir njósnir á meðan hann var að sinna störfum sínum sem blaðamaður. Rússnesk yfirvöld sögðu að hann hefði verið að safna trúnaðarupplýsingum um rússnesk varnarmál. Það hefur aldrei verið sýnt fram á það eða sannað.
Paul Whelan: Fyrrverandi landgönguliði, var handtekinn í desember 2018 og síðar dæmdur í 16 ára fangelsi í júní 2020 fyrir njósnir. Whelan hefur ávallt neitað sök og haldið fram að hann hafi verið ranglega sakaður og að hann hafi verið fórnarlamb pólítískra hrókeringa. Rússnesk yfirvöld fullyrtu að Paul hefði verið staðinn að verki með trúnaðarupplýsingar í fórum sínum. Það hefur þó aldrei fengist staðfest.
En hverja fengu Rússar í staðinn fyrir þessa bandarísku fanga?
Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum miðlum fengu Rússar átta ríkisborgara sína lausa úr haldi – ekki bara í Bandaríkjunum heldur í hinum ýmsu Evrópulöndum líka á borð við Noreg og Slóveníu. En hverjir eru þetta?
Vadim Konoshchenok – Konoshchenok: Hann var í haldi í Bandaríkjunum. Hann var sakaður um að reyna að stela bæði bandarískum leynigögnum ásamt ýmsum hergögnum með það að markmiði að flytja þau til Rússlands.
Vladislav Klyushin – Klyushin: Sá var einnig í haldi í Bandaríkjunum. Vladislav var sakaður um að hafa tekið þátt í tölvuinnbrotum og innherjaviðskiptum en samkvæmt vestrænum miðlum var um að ræða risaháar fjárhæðir.
Roman Seleznyov – Seleznyov: Roman var í fangelsi í Bandaríkjunum, þar sem hann var dæmdur fyrir að stunda umfangsmikið netsvindl og þjófnað á greiðslukortaupplýsingum.
Auk þessara þriggja einstaklinga sem voru í fangelsi í Bandaríkjunum, fengu Rússar einnig fanga sem voru haldnir í öðrum löndum:
Rússneskur fangi í haldi í Slóveníu – Nafn þessa einstaklings er ekki gefið upp, en hann var einn af þeim sem var látinn laus í fangaskiptunum.
Annar rússneskur fangi í haldi í Þýskalandi – Einnig er nafn þessa einstaklings ekki gefið upp opinberlega.
Rússneskur fangi í haldi í Póllandi – Nafn þessa einstaklings er ekki opinberað.
Rússneskur fangi í haldi í Noregi – Nafn þessa einstaklings er ekki gefið upp.