Sunna Rannveig Davíðsdóttir, atvinnumaður í MMA blönduðum bardagalistum, hefur heldur betur slegið í gegn frá því hún gekk til liðs við Invicta Fighting Championships sem er stórt bardagasamband í Bandaríkjunum. Sunna sem keppir í 115 punda strávigt kvenna hefur unnið alla atvinnubardaga sína og er nú 3-0 sem atvinnumaður.
Sunna er meðlimur í keppnisliði Mjölnis og hafði barist sex sinnum sem áhugamaður í MMA áður en hún gerðist atvinnumaður.
Forseti Invicta, Shannon Knapp, hefur mikla trú á Sunnu og segir hana geta farið alla leið. “Sunna hefur hæfileikana og drifkraftinn til að komast alla leið á toppinn í þyngdarflokknum. Ég hlakka til að fylgjast með henni vaxa og sjá hana þróast,“ sagði Knapp í viðtali á vef IMMAF.
Hér er hægt að fylgjast með Sunnu á Facebook.