Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan 16.15 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands en ekki kemur fram hvert tilefni fundarins er.
Örnólfur Thorsson forsetaritari er „þögull sem gröfin“ varðandi efni fundarins, samkvæmt mbl.is.
Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum verið spurður í fjölmiðlum hvort hann ætli að hætta við að hætta eftir að tenglst íslenkra stjórnmálamanna við aflandsfélög voru opinberuð og forsætisráðherra sagði af sér. Hann hefur svarað því eitthvað á þá leið að hann hafi ekki leitt hugann að því.
Ólafur Ragnar flýtti heimför sinni úr fríi í kjölfar uppljóstrana Reykjavík Media um aflandsfélag Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð fór svo á frægan fund með forseta og bað, samkvæmt Ólafi, um heimild til að rjúfa þing. Ólafur Ragnar hafnaði þeirri beiðni.