Auglýsing

Forsetinn hleypur 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu: „Ég er ekki í neinu súperformi“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Guðni ætlar að hlaupa 21 kílómetra fyrir Hollvini Grensáss og þegar þetta er skrifað hefur hann safnað 81 þúsund krónum.

Guðni segist í samtali við RÚV vera í ágætu formi en hann virðist vera heppinn með gen — Patrekur bróðir hans er auðvitað landsþekkt handboltahetja og Jóhannes, yngsti bróðir þeirra, fer létt með að rífa upp hátt í 300 kíló í réttstöðulyftu á æfingum í Mjölni.

Í frétt RÚV segist Guðni reyna að hlaupa reglulega. „Ég hef komist að því að ég þarf hreyfingu og rútínu í mínu lífi, annars verður allt miklu erfiðara, maður verður geðstirðari og manni vinnst ekki eins vel,“ segir hann á RÚV.

„Þannig að þetta er það sem ég þarf. Ég er ekki í neinu súperformi, en ég kemst á leiðarenda, skulum við vona.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing