Auglýsing

Forsetinn tekur þátt í Facebook-leik, getur unnið gjafabréf í Fiskbúð Hólmgeirs

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er viss um að Ísland fari með sigur af hólmi á Angóla í kvöld þegar liðin mætast á HM í handbolta karla í Frakklandi í kvöld.

Og meira en það, hann heldur að það verði átta marka munur á liðunum!

Af hverju vitum við þetta?

Jú, Guðni tók þátt í Facebook-leik Fiskbúðar Hólmgeirs þar sem þátttakendur eru beðnir um að spá fyrir um hvernig leikurinn fer.

Sá heppni eða sú heppna fær gjafabréf í fiskbúðinni að verðmæti fimm þúsund krónur. Guðni telur að leikurinn fari 27-19 fyrir Íslandi.

Patrekur, bróðir Guðna, spilaði með íslenska handboltalandsliðinu í handbolta frá 1992 til 2006 og má því gera ráð fyrir að Guðni hafi fylgst áhugasamur með. Það verður spennandi að sjá hvort hann hafi rétt fyrir sér.

Guðni hefur sýnt það og sannað að hann hikar ekki að taka þátt í hversdagslífinu þó að hann sé orðinn forseti og þykir hann alþýðlegur.

Sjá einnig: Forseti Íslands fékk sér pizzu í megaviku alveg eins og við hin

Svangir matgæðingar á Domino’s á Hjarðarhaga í ágúst ráku upp stór augu þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið að sækja sér pizzu.

Guðni mætti ásamt dóttur sinni, spjallaði við viðstadda í röðinni og lék á als oddi.

Sjá einnig: Guðni stóð við stóru orðin, fluttur á Bessastaði og hjólar með börnin í skólann

Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing