Auglýsing

Forstjóri Apple: „Ég er hommi“

„Þrátt fyrir að ég hafi aldrei afneitað kynhneigð minni, þá hef ég aldrei viðurkennt hana opinberlega, fyrr en nú. Ég er stoltur af því að vera hommi og lít svo á að samkynhneigðin sé ein af stærstu gjöfunum sem Guð gaf mér.“

Þetta segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á vef Bloomberg. Pistilinn birtir hann í dag og hefur hann strax vakið mikla athygli:

Ég hef verið opinskár um kynhneigð mína í mörg ár. Fjölmargir samstarfsmenn mínir hjá Apple vita að ég er hommi og það virðist ekki hafa nein áhrif á hvernig þeir koma fram við mig. Ég hef verið svo heppinn að starfa hjá fyrirtæki sem elskar sköpunarkraft og nýsköpun og veit að slíkt blómstrar aðeins þegar fjölbreytileika fólks er fagnað. Það eru ekki allir svo heppnir.

Cook segist ekki líta á sig sem aktivista en bætir við að hann átti sig á að fórnir annarra hafi bætt líf hans.

„Þannig að ef það hjálpar einhverjum, sem er í vandræðum með að finna sjálfan eða sjálfa sig, að heyra að forstjóri Apple sé samkynhneigður, þá er þess virði að skipta á því og friðhelgi einkalífs míns.

Cook viðurkennir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að opinbera kynhneigð sína. „Friðhelgi einkalífsins er mikilvæg fyrir mig og ég vil halda í hluta af henni,“ skrifar hann.

„Að skilja að fólk er ekki skilgreint eftir kynhneigð þess, kynþætti eða kyni er hluti af samfélagslegum framförum. Ég er verkfræðingur, frændi, náttúruunnandi, elskhugi, líkamsræktarbrjálæðingur, sonur suðursins og margt annað. Ég vona að fólk virði löngun mína til að einbeita mér að því sem ég er góður í því sem færir mér gleði.“

Smelltu hér til að lesa pistil Tim Cook.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing