Auglýsing

Forstjóri Haga sakar Viðskiptablaðið um að fara með rangt mál í frétt um Costco og Bónus

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að það sé ekki rétt að nokkrum íslenskum framleiðendum hafi borist þau skilaboð frá Högum að ef þeir ætluðu að selja vörur sínar í Costco þá yrðu þær teknar úr hillum verslana Bónuss og Hagkaupa, líkt og Viðskiptablaðið greinir frá í dag.

Sjá einnig: Hagar hóta að taka vörur úr hillum í Bónus og Hagkaup er þær eru seldar í Costco

„Þetta eru ósannindi og rógur í garð Haga,“ segir Finnur í samtali við Viðskiptablaðið en kýs að tjá sig ekki frekar um málið. Viðskiptablaðið segist standa við fyrri frétt sína og bendir á að blaðamenn blaðsins hafi ítrekað reynt að ná bæði í Finn og Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, við vinnslu fréttarinnar í gær.

Í frétt Viðskiptablaðsins segir að það hafi mælst illa fyrir hjá Högum þegar Costco bauð íslensku matvælafyrirtæki að taka vörur þess inn í versluna í Kauptúni í Garðabæ. Eftir að boðið spurðist út fékk forsvarsmaður íslenska fyrirtækisins símtal frá Högum og þau skilaboð að ef vörurnar yrðu seldar í Costco myndu þær ekki verða seldar í verslunum Haga.

Þá segir einnig í frétt Viðskiptablaðsins þykir eigendum rótgróinna íslenskra verslana slæmt að Costco skuli selja vörur sem fást víða á Íslandi, meðal annars íslensk matvæli, undir kostnaðarverði. Þar sem Costco er ekki með markaðsráðandi stöðu hér á landi getur fyrirtækið gert þetta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing