Auglýsing

Forsvarsmenn Sónar kynna tuttugu listamenn – Hátíðin lengd

Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Sónar kynntu í dag tuttugu listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á Sónar Reykjavík- dagana 25.-27. apríl í Hörpu. Þá hefur einnig verið greint frá því að aukadegi verður bætt við hátíðina og verður hún því þriggja daga hátíð í stað tveggja daga.

Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína á hátíðina  eru breski raftónlistarmaðurinn Jon Hopkins og kanadíski plötusnúðurinn og Richie Hawtin. Þá var einnig upplýst að innlendu listamennirnir JDFR, Exos, GDRN, ClubDub, SiGRÚN, DJ Margeir, kef LAVIK, Sólveig Matthildur og Þorgerður Jóhanna verða á meðal þeirra sem þar koma fram.

Í fréttatilkynningu er greint frá því að rúmlega 50 hljómsveitir og listamenn komi fram á Sónar Reykjavík 2019 á fjórum sviðum í Hörpu dagana 25.-27 apríl. Auk þess verði SónarSpil, sérstök dagskrá tengd upplifun, nýsköpun og tækni, ásamt fyrirlestrum og pallborðsumræðum samhliða tónlistardagskránni. Miðasala á hátíðina er hafin á sonarreykjavik.com.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing