Auglýsing

Fóru inn um glugga í Kópavogi og stálu jólagjöfum

Töluverður erill var hjá hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Ölvunarakstur, innbrot, líkamsárás, eignaspjöll og hótanir voru meðal verkefna sem lögreglan þurfti að takast á við í nótt.

Í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í hús í Kópavogi. Þjófarnir höfðu þá farið inn um glugga á húsinu og stolið jólagjöfum og fleiri verðmætum.

Seinna um kvöldið var ölvaður maður handtekinn í Reykjavík grunaður um húsbrot, líkamsárás, eignaspjöll, hótanir og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. 

Þá var ferðatösku stolið af ferðamanni en þjófurinn komst undan á hlaupum. Þjófurinn er ófundinn, þrátt fyrir leit.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing