Auglýsing

Föstudagsgrín Ragnheiðar í Costco-grúppu plataði internetið upp úr skónum

Ragnheiður Stefánsdóttir birti mynd af sleipiefni í Facebook-hópnum Costco – gleði fyrir helgi og sagði að þessi svitalyktareyðir væri algjört drasl. „Ég er rennandi blaut undir höndunum,“ bætti hún við. Ragnheiður var að sjálfsögðu að grínast en tókst að plata nokkra meðlimi úr hópnum upp úr skónum sem héldu að hún hefði í misskilið tilgang vörunnar hrapalega.

Í samtali við Nútímann segir hún að það hafi komið sér á óvart að sjá fólk taka gríninu bókstaflega. „Þar sem þetta var bara létt föstudagsgrín,“ segir hún. „En það eru auðvitað ekki allir með sama aulahúmorinn og ég og tóku sumir þessu bókstaflega og fyrir mitt leiti fullkomnaði það bara brandarann.“

Ragnheiður segist hafa tekið myndina af sleipiefninu fyrir nokkru síðan gagngert í þeim tilgangi að nota í eitthvað sniðugt. „Ég notaði tækifærið að pósta henni í COSTCO gleði grúppuna enda vissi ég mætavel að mér hefði verið fleygt út úr hinni Costco grúppunni fyrir svona athæfi,“ segir hún lauflétt.

Vefmiðillinn Menn.is beit á agnið og birti myndina að Ragnheiðir forspurðri án þess að taka fram að um grín var að ræða en okkar kona var ekki alveg nógu ánægð með það. Þá fór skjáskot af myndinni einnig á flug á Facebook og Twitter. Sjálf grínast Ragnheiður með að hafa samband við Durex og fara fram á prósentur.

„Sumir voru svo almennilegir að ætla að útskýra fyrir mér hvernig þessi vara virkaði,“ segir Ragneiður og bætir við að nú verði hún að plotta eitthvað fyrir næstu helgi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing