Hljómsveitin Pertti Kurikan Nimipäivät keppir fyrir hönd Finnlands í Eurovision í Austurríki í maí. Þetta varð ljóst í kvöld. Hlustaðu á lag hljómsveitarinnar hér fyrir neðan.
Pertti Kurikan Nimipäivät flytur lagið Aina mun pitää, sem þýðir „Ég þarf alltaf“. Hljómsveitin er skipuð fjórum mönnum sem kynntust í listasmiðju fyrir fatlað fólk í heimalandi sínu.
Þeir eru pönkarar og urðu þekktir eftir útgáfu heimildarmyndarinnar The Punk Syndrome, sem fjallar um hljómsveitina.
Hér má sjá hljómsveitina flytja lagið í finnska sjónvarpinu: