Veitingastaðurinn Verbúð 11 Lobster & Stuff opnaði við gömlu höfnina í Reykjavík í vikunni. Þrátt fyrir leiðindarveður mætti fjöldi fólks í opnunarpartíið og hreinlega hámaði í sig humarinn og annað stuff.
Verbúð 11 Lobster & Stuff sérhæfir sig í fjölbreyttum humarréttum í bland við annað stuff og á bakvið hann standa athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal og matreiðslumaðurinn Jón Arnar Guðbrandsson, stofnendur Lemon.
„Þú getur fengið sígilda humarrétti eins og humarsúpu og grillaðan humar í skel en líka léttari sælkerarétti eins og humarsamloku, humarsalat, humarpitsu, humartempura og humardumplings,“ segir Jón Gunnar Geirdal.