Auglýsing

Frægasta sveppatripp Íslands: „Ég hef hlaupið maraþon og ber að ofan yfir jökul en þetta var það langerfiðasta“

„Þegar ég var á spítalanum, handjárnaður á fótum og höndum og ég gat ekkert gert, þá var ég bara „HLEYPIÐ MÉR ÚT“ og sveiflaði mér á rúminu af því ég vissi ekkert hvað var í gangi. Hvað er þetta?“ segir einkaþjálfarinn og þúsundþjalasmiðurinn Gummi Emil í nýjasta viðtali þeirra félaga í „Blekaðir“ sem er hlaðvarpsþáttur á Brotkast.

Í þættinum fór hann yfir ýmislegt sem á daga hans hefur drifið en þar ber helst að nefna eitt „frægasta“ sveppatripp Íslandssögunnar þegar hann gekk allsber á miðjum Suðurlandsvegi í lok septembermánaðar.

„Ég vissi ekkert hvar eða hver ég væri þegar ég var að labba þarna á veginum. Ég var bara „Afhverju er ég til“ og á leiðinni í lögreglubílnum á leiðinni á bráðamóttökuna þá var ég bara „Afhverju er ég til“ og ég hugsaði bara að ég væri til því ég væri til. Eins og stendur í Biblíunni „I am, therefore I am.“ En allaveganna ég er þarna alveg trylltur og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. Svo á gólfinu á bráðamóttökunni þarna fyrir aftan og átta lögreglumenn á mér að halda mér niðri og ég handjárnaður fyrir aftan bak á rassinum – ekkert eðilega óþægilegt,“ segir Gummi Emil sem þá lokaði augunum, sá krossinn og ákvað að gefast upp.

Gafst upp fyrir æðri mætti

„Síðan loka ég augunum og það er allt í gangi skiluru og hausinn á milljón. Síðan sé ég bara krossinn og ég hugsa bara „Gefast upp fyrir Jesú“ og þá bara verður allt í lagi og áður en ég vissi þá bara kláraðist þetta og var búið og ég var kominn heim og bara „næs, ég get farið að sofa.“ Þá reddaðist allt og þetta var ekki það slæmt eftir á. Erfiðasta lífsreynsla í heimi. Ég hef hlaupið maraþon og yfir jökul ber að ofan og allskonar en þetta var það langerfiðasta. Andlega og líkamlega. Ég var með harðsperrur í þrjá daga eftir á því ég var að reyna að brjóta handjárnin.“

Gummi Emil segir sig þó betri mann eftir þessa erfiðu lífsreynslu en þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hann sækir upplýsingar og innblástur í ofskynjunarsveppi. Gummi Emil telur sig góðan mann sem hefur aldrei viljað særa neinn og hann telur að það sé ástæðan fyrir því að það gangi vel hjá honum í lífinu

„Aldrei særa neinn, þá ertu góður“

„Ég áttaði mig líka á því að ástæðan fyrir því að það gengur vel hjá mér er út af því að ég hef aldrei viljað særa neinn og líka í trippinu kom bara „Aldrei særa neinn, þá ertu góður“ – af því að maður fær það alltaf tilbaka ef maður særir einhvern. Ef maður er vondur við einhvern þá kemur það alltaf tilbaka,“ segir Gummi Emil sem fékk góðan stuðning frá vinum og vandamönnum í kjölfar uppákomunnar sem vakti landsathygli enda ekki á hverjum degi sem allsber maður stöðvar umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segist þó ekki ætla að sækja í ofskynjarsveppi aftur í bráð – hann hafi einmitt gert það áður og þá hafi hann fengið að vita það sem hann þurfti. Þarna hafi hann verið of gráðugur.

„Ég vildi vita meira, hef farið í þetta áður. Nú veit ég tilganginn – áður en ég fór í trippið aftur vissi ég þetta allt saman samt – þarna var ég að sækjast eftir einhverju sem ég vissi að væri til innra með mér.“

Nútíminn lætur fylgja með stutt myndskeið þar sem Gummi Emil ræðir þessa lífsreynslu sína með góðfúslegu leyfi frá Brotkast og strákunum í „Blekaðir“ en hægt er að horfa á og hlusta á viðtalið í fullri lengd með áskrift að hlaðvarpsveitunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing