Auglýsing

Frægur bloggari skoðaði leikföng á Íslandi: „Þetta er brjálað verð“

Alex Yu er mikill áhugamaður um teiknimyndasögur, kvikmyndir og leikföng. Hann heldur úti Youtube-síðunni Regin Nation þar sem meira en hundrað þúsund manns fylgjast með honum. Hann var staddur á Íslandi fyrir skömmu og heimsótti þá Toy’ R’ Us verslun á Glerártorgi á Akureyri og skoðaði leikföng.  Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Alex var nokkuð sáttur við úrvalið sem leikfangabúðin bauð upp á en það sem kom honum mest á óvart var hversu dýrt allt var. Hann er mikill Transformers aðdáandi og því var hann sáttur þegar hann sá að það var sérstök Transformers deild í búðinni, þótt hún hafi verið dálítið úrelt.

Hann skoðaði allt frá Transformers brúðu sem kostaði tíu þúsund krónur að Star Wars Lego geimskipi sem kostaði 120 þúsund krónur.

„Ég velti fyrir mér hvernig börn og foreldrar þeirra hafa efni á þessu. Þetta er brjálað verð,“ segir Alex í myndbandinu.

Hann kíkir einnig í Hagkaup í Kringlunni þar sem leikföngin eru töluvert ódýrari en í Toy’s R’ Us og segir hann að Hagkaup sé greinilega Wall Mart Íslands.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing