Sjálfstæðisflokkurinn fór með sigur af hólmi i skuggakosningum framhaldsskólanna sem fóru fram í gær, 28. október. Hlaut hann 24,3% fylgi og fengi miðað við það 18 þingmenn.
Þetta kom fram á RÚV.
Píratar komu næst á eftir með 18,2% fylgi, eða 13 þingmenn.
Vinstri græn fengu 15,9% fylgi, eða 11 þingmenn.
Framsókn hlaut 9% fylgi, eða fimm þingmenn.
Viðreisn hlaut 7,9% fylgi, eða fimm þingmenn.
Samfylkingin fékk 7,8% fylgi, eða fimm þingmenn.
Björt framtíð kom næst með 7,3% atkvæða og einnig fimm þingmenn.
Dögun hlaut 3,3% fylgi og nær ekki manni inn.
Íslenska þjóðfylkingin hlaut 2,6% fylgi og nær ekki manni inn.
Alþýðuflokkurinn hlaut 1,5% fylgi og nær ekki manni inn.
Húmanistaflokkurinn fékk 1,2% fylgi og nær ekki manni inn.
Flokkur fólksins hlaut 0,9% fylgi og nær ekki manni inn.