Auglýsing

Framlög til MND á Íslandi hundruð þúsunda síðustu daga

„Þetta er allt að gerast þessa dagana,“ segir Halla Reynisdóttir, framkvæmdastjóri MND-félagsins á Íslandi.

Ísfötuáskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn undanfarnir vikur en henni er ætlað að vekja athygli á MND-sjúkdómnum. Áskorunin hefur nú numið land á Íslandi — landsmenn keppast nú við að skvetta yfir sig ísköldu vatni og styrkja MND-félagið um leið, ásamt því að skora á aðra að gera slíkt hið sama. Framlög til MND-félagsins á Íslandi hafa verið um 3-400.000 krónur síðustu daga og aukast jafnt og þétt.

„Við höfum fengið mikið af smærri framlögum og líka stærri. Við erum mjög sátt og mjög þakklát,“ segir Halla. „Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér í sambandi við norræna ráðstefnu sem við erum að halda að ég hef ekki náð að fylgjast almennilega með þessu. En framlögin eru komin upp í alla 3-400.000 og eru að aukast.“

Norræn ráðstefna um MND og líf með fötlunum hefst á Grand hóteli á morgun og lýkur á laugardag. Allir eru velkomnir á ráðstefnuna en skráning fer fram á vef MND-félagsins og þar má einnig finna nánari upplýsingar.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing