Saga Matthildur í FG hvatti þau sem hafa barist við kvíða að taka skrefið áður en hún steig á svið í Söngkeppni framhaldsskólanna í gær. Flutningurinn vakti mikla eftirtekt.
Frammistaða Sögu Matthildar Árnadóttur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ vakti mikla athygli í Söngkeppni framhaldsskólanna í gær. Hún flutti lagið Lay Me Down með Sam Smith og lenti í 3. sæti ásamt því að vinna símakosninguna, sem var í gangi á meðan á keppninni stóð.
Myndband af flutningnum má sjá hér fyrir neðan.
Saga var jafnframt yngsti keppandi söngkeppninnar, 16 ára gömul. Í kynningunni áður en hún flutti lagið sagðist hún hafa ákveðið að taka þátt í keppninni vegna þess að hún hafi lengi barist við mikla kvíðaröskun og að keppnin væri góð leið til að æfa að koma fram þar sem hún ætlar að vera tónlistarkona í framtíðinni.
„Ég vil bara koma á framfæri að allir sem hafa dílað við kvíða, eða einhvers konar félagsfælni að taka skrefið. Það borgar sig,“ sagði hún.
Tístarar voru einnig hrifnir af frammistöðu hennar:
Verð hissa ef FG tekur ekki Söngkeppnina. #songkeppni
— Runar Robertsson (@RunarRoberts) April 11, 2015
Vá FG er gæsahúð. Líka drullunett og flott pía. #songkeppni
— Edda Kon (@eddakon) April 11, 2015
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur að geyma stórstjörnu-vá! #songkeppni
— Edda Rós (@eddarosskula) April 11, 2015
Miðað við twitterfídið mitt þá vann Saga(FG) það dugar fyrir mig. #songkeppni
— Hlynur Kristjánsson (@hlynurkr) April 12, 2015
Hér fyrir neðan má sjá frábæran flutning hennar í söngkeppninni: