Auglýsing

Framsókn og flugvallarvinir funda vegna rasískra ummæla fulltrúa flokksins

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í hverfisráði Breiðholts vill láta senda alla múslima úr landi. Framsókn fundar vegna ummæla hans í dag.

 

Uppfært kl. 13.33: Rafn Einarsson hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsókn og flugvallarvini í borginni og óskað eftir lausn frá setu sem áheyrnarfulltrúi í hverfisráði Breiðholts.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa boðað til fundar í dag vegna ummæla Rafns Einarssonar, fulltrúa flokksins í hverfisráði Breiðholts, sem hann hefur látið falla um múslima á Facebook að undanförnu. Þetta kemur fram á Vísi.

Stundin greindi frá ummælum Rafns í morgun. Hann hefur meðal annars sagt að allir múslimar eigi að vera sendir „síns heima í Sádí Arabíu“ og að „engum af þeim virðist vera treystandi, þeir eru til alls vísir.“

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi segir í samtali við Vísi að ummæli Rafns séu óásættanleg og því muni flokkurinn grípa til ráðstafana. Hún segir að múslimahatur sé ekki hluti af stefnu flokksins.

Þetta segir hann í eigin nafni á Facebook og ekki fyrir hönd flokksins. Þetta er ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Við fylgjum stefnu flokksins en það að einstakir aðilar sem sitja í nefndum og ráðum tjái sig á Facebook þýðir ekki að þeir séu að tala fyrir hönd flokksins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing