Notendur stefnumótappsins Tinder ráku upp stór augu þegar Framsóknarflokkurinn var mættur til að gefa fólki nokkrar ástæður til að deita sig.
Tinder nýtur gríðarlegra vinsælda, sérstaklega hjá ungu fólki, en það er Samband ungra Framsóknarmanna sem heldur utan um aðganginn, sem verður að teljast frumleg leið til að ná til kjósenda.
Hér má sjá notandann UngFramsókn
Nútíminn hafði samband við Fjólu Hrund Björnsdóttir, gjaldkera Sambands ungra Framsóknarmanna, sem staðfesti að ungliðahreyfingin sé á bakvið aðganginn. Þá sagði hún að margir notendur Tinder væru búnir að „matcha“ við flokkinn en vísaði að öðru leyti á formanninn.
Á aðgangi Sambands ungra Framsóknarmanna á Tinder er reynt að höfða til fólks með nokkrum ástæðum til að deita flokkinn. Þar kemur meðal annars fram að flokkurinn, sem talar um sjálfan sig í fyrstu persónu, hafi aukið störf um 15 þúsund á þremur árum, hafi lækkað skuldir fjölda heimila og hækkað fæðingarorlofsgreiðslur, sem var gert á dögunum.
Þá segist flokkurinn hafa tekið á móti flóttamönnum og að hann vilji taka á móti fleiri.
En hvað segja notendur Tinder…