Auglýsing

Fransiska er skíthrædd meðan Gunnar berst í hringnum: „Ég kvíði því auðvitað að hann slasist eða eitthvað komi fyrir“

Fransiska Björk Hinriksdóttir, unnusta Gunnars Nelson, er skíthrædd í hvert sinn sem Gunnar stígur inn í hringinn að berjast. Á sama tíma og hún er ein taugahrúga ber hún virðingu fyrir starfi hans.

Gunnar sneri aftur í búrið um helgina og bar sigur úr býtum. Þau hafa verið saman í fimm ár og eiga eina dóttur. Fransiska ræddi við Fréttablaðið um tilfinningar sínar á meðan Gunnar berst í búrinu.

„Á meðan á bardaganum stendur finn ég fyrir valdaleysi. Stundum kreppi ég hnefa og blikka augum og reyni að senda honum kraft. Gunni fann sig mjög snemma í ýmis konar bardagalistum og ég ber mikla virðingu fyrir því að hann hafi fundið sína syllu. Sú sylla er náttúrulega smá blóði drifin fyrir minn smekk en ég styð hann samt sem áður í því sem hann er að gera, á þann hátt sem ég get,“ segir Fransiska.

Á sama tíma og Fransiska dáist að Gunnari viðurkennir hún að það eru ýmsar tilfinningar sem geri vart um sig þegar á hólminn er komið. “

,,Þegar svo kemur að bardaga kvíði ég því auðvitað að hann slasist eða eitthvað komi fyrir, en á sama tíma er maður allur á iði því spennan er svo mikil og keppnisskapið tekur yfir. Það er smá erfitt að lýsa því nákvæmlega hvernig mér líður á þeirri stundu. Smá af öllu; stressuð og jafnvel alveg skíthrædd en líka ofurpeppuð og keppnisskap í botni. Á meðan á bardaganum stendur finn ég fyrir valdaleysi. Stundum kreppi ég hnefa og blikka augum og reyni að senda honum kraft þannig sem hljómar mjög asnalega og fyndið en þannig er maður þarna, ein taugahrúga en á sama tíma líka að hafa mjög gaman.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing