Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er í lekamálinu, krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Þetta segir í greinargerð sem verjandi Gísla Freys lagði fyrir dómara við þingfestingu ákærunnar í morgun.
Í umfjöllun Vísis um málið kemur fram að krafan um frávísun málsins sé meðal annars vegna óskýrleika ákærunnar en einnig á þeirri forsendu að lögregla hafi ekki gætt meðalhófs við rannsókn málsins.
Þessu til stuðnings segir hann að rannsakendur hafi aflað upplýsinga um símnotkun sína tveimur mánuðum áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, þá hafi rannsakendur gert kröfu um að fá aðgang að persónulegu pósthólfi hans og gert kröfu um að fá utanáliggjandi harðan disk í eigu ákærða sem m.a. innheldur fjölskyldumyndir, heimilisbókhald og aðrar persónulegar upplýsingar.
Þetta stangast á við orð Hönnu Birnu í viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins 26. ágúst s.l. Þar sagði hún orðrétt að rannsóknin hafi ekki verið óeðlileg með neinum hætti:
Í greinargerðinni kemur einnig fram að skjalið, sem lekið var til fjölmiðla, hafi verið skoðað á innra drifi innanríkisráðuneytisins klukkan 5.39 að morgni 20. nóvember — morguninn áður en fréttir af hælisleitandanum Tony Omos birtust í fjölmiðlum.
Upplýsingarnar sem láku birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Búið var að prenta blöðin á þessum tíma, þannig að ljóst er að upplýsingunum var lekið fyrr.
Leiðrétt: Upplýsingarnar sem láku birtust ekki í Morgunblaðinu heldur á Mbl.is klukkan 10.55 umræddan morgun.