Sérstakur #FreeTheNipple dagur verður í allavega þremur framhaldsskólum á morgun; Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Verzlunarskóla Íslands. Ein af upphafskonunum hefur hreinlega grátið úr gleði í dag.
Sannkölluð bylting stendur nú yfir á Twitter og hundruð, ef ekki þúsundir framhaldsskóla- og háskólanema taka þátt í umræðu, sem flokkuð er með kassamerkinu #FreeTheNipple, og snýst um jafnan rétt kvenna og karla til að vera ber að ofan á eigin forsendum.
Sjá einnig: Brjóstabylting á Twitter
Byltingin hófst í umræðu um #FreeTheNipple daginn í Verzló á Twitter. Verzlunarskólanemandinn Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér sem var aðeins í nokkrar mínútur samfélagsmiðlinum áður en hún tók hana út. Ungur maður gerði lítið úr Öddu í hádeginu í dag en stuðningsyfirlýsingum hefur rignt yfir hana og málstaðinn síðan.
Hún segir í samtali við Nútímann að baráttan snúist um að konur eigi að geta verið berar að ofan eins og strákar. Að litið sé á það sem eðlilegan hlut.
Kassamerkið #freethenipple er notað til að krefjast þess að konur geti verið berar að ofan á myndum, rétt eins og karlar, án þess að þær séu að reyna að vera kynþokkafullar.
Adda er mjög ánægð með viðbrögðin. „Ég er búin að vera hágrenjandi úr gleði í allan dag. Þetta er búið að vera dásamlegt,“ segir hún.
Hún segir ungt fólk vera mjög meðvitað um jafnréttismál og bendir á að könnun sem gerð var í Verzló sýnir að femínistum hefur fjölgað úr 30 í 80 prósent á meðal nemenda frá árinu 2013.
Hér má sjá tíst frá femínistafélagi Verzlunarskóla Íslands þar sem lýst er hvað felst í #FreeTheNipple-deginum, sem verður í allavega þremur framhaldsskólum á morgun.
Við hvetjum konur í Verzló til þess að taka þátt í #freethenipple og vera BRALESS á morgun.
Við erum öll með nipplur so EMBRACE YOURS!— Gamla FFVÍ ✌ (@ffvi1415) March 25, 2015
MR og MH verða einnig með:
https://twitter.com/Nr1BurgerGurl/status/580756684995457024
STAÐFEST í ljósi umræða og í ljósi alls verður #FreeTheNipple dagur í MH á morgun!
— Steinunn Ólína (@SteinunnOlina) March 25, 2015