Rachel Maddow, fréttamaður sjónvarpstöðvarinnar MSNBC, brast í grát í beinni útsendingu í gærkvöldi þegar hún var að segja frá aðbúnaði barna sem eru tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.
Á meðan þáttur Maddow var í loftinu birti AP fréttastofan umfjöllun um aðstæður barna sem eru tekin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna frá Mexíkó og flutt fylgdarlaus í vöruhús og skemmur. Maddow tók umfjöllunina fyrir í þættinum en upplýsingarnar sem hún las virtust samt koma henni á óvart, svo mikið að hún brast í grát.
„Starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafa sent ung börn og krakka….“ sagði hún en hætti þegar hún gat ekki haldið aftur tárunum. Hún þurfti á endanum að hætta og skipta yfir til annars fréttamanns.
Atvikið má sjá hér
Rachel Maddow chokes up and cries on air as she struggles to deliver news that migrant babies and toddlers have been sent to "tender age" shelters pic.twitter.com/O6crm8cvyR
— Justin Baragona (@justinbaragona) June 20, 2018
Eftir þáttinn bað hún áhorfendur afsökunar og tísti þráði með því sem hún ætlaði að segja. Hægt er að lesa allan þráðinn með því að smella á tístið.
Ugh, I'm sorry.
If nothing else, it is my job to actually be able to speak while I'm on TV.
What I was trying to do — when I suddenly couldn't say/do anything — was read this lede:
1/6
— Rachel Maddow MSNBC (@maddow) June 20, 2018