Hjónin Friðjón og Fernanda þurftu að greiða allan kostnað vegna meðgöngu og fæðingar barns síns sem fæddist hér á landi í síðasta mánuði. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu.
Fram kemur í frétt Rúv vegna málsins að Sjúkratryggingar Íslends hefðu greitt allan kostnað ef konan væri íslensk en maðurinn erlendur. Fernanda er frá Mexíkó en þau kynntust á netinu. Kostnaður þeirra við fæðingu barnsins nam tæplega einni milljón króna.
„Við komum hingað í júlí, giftum okkur í ágúst. Við hefðum komið fyrr, hefði ekki þurft að eyða þremur mánuðum í að ná í alla pappíra til þess að sækja um dvalarleyfi og að gifta okkur, það tók þrjá mánuði í Mexíkó,“ sagði Friðjón í samtali við Rúv.
Hann segir að meðganga hafi verið mjög kostnaðarsöm sem og fæðingin sjálf. „Þetta hefur bein áhrif á lífsgæði fjölskyldu minnar,“ segir Friðjón.
Nánar er rætt við Friðjón hér.