Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson greindi frá því á Facebook-síðu sinni að plön hans og fjölskyldu hans um flutninga til Ítalíu væru komin á ís.
Friðrik greindi frá því síðasta sumar að hann hygðist leggja land undir fót og flytja til Ítalíu til þess að fara í innanhússhönnunarnám. Þeim plönum hefur nú verið breytt.
„Ég hafði uppi stórar áætlanir um að flytja erlendis næsta haust, en stundum er lífið bara aðeins flóknara en plönin sem maður gerir og við fjölskyldan höfum ákveðið að setja þessar pælingar á ís, í bili allavega,“ skrifar Friðrik.
Þá greindi Friðrik frá því að nýjasta lag hans, „Ekki stinga mig af“ væri komið á Spotify í lifandi útgáfu frá tónleikum Friðriks í Kaplakrika í október síðastliðnum.