Auglýsing

Friðrik Dór leggur land undir fót og lætur gamlan draum rætast: Ætlar í nám í innanhúshönnun á Ítalíu

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór ætlar að leggja land undir fót og flytja til Ítalíu til þess að fara í innanhússhönnunarnám. Friðrik stendur einnig á öðrum tímamótum en hann verður þrítugur í október og ætlar af því tilefni að halda stórtónleika undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.

„Þetta verður í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma af því að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ sagði Friðrik Dór og bætir við að hann ætli sér í nám í innanhússhönnun en það hafi alltaf verið planið þegar hann var yngri. Planið hafi síðan frestast út af hinum ýmsu ástæðum, þó aðallega út af tónlistinni.

„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til að gera og okkur fjölskylduna hefur langað að búa erlendis þannig að við erum bara að undirbúa það að fylgja þessum draumi.“

Friðrik segir þetta þó langt frá því að vera formlegur endir á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér“

Tónleikarnir verða haldnir í Kaplakrika þann 6. október en Friðrik verður þrítugur á miðnætti og því kjörið tækifæri til að fagna tímamótunum.

„Ég er að verða þrítugur og eiginlega aldrei haldið upp á afmælið mitt þannig að það er kannski fínt að gera það einu sinni og gera það almenninlega.“

Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí á tix.is en haldnir verða bæði fjölskyldutónleikar klukkan 15 og síðan kvöldtónleikar sem byrja klukkan 21.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing