Auglýsing

Friðrik Dór og Sverrir Bergmann syngja saman Þjóðhátíðarlagið

Þjóðhátíðarlagið í ár verður samið af tónlistarmanninum Halldóri Gunnari Pálssyni, kórstjóra Fjallabræðra. Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja lagið.

Þetta er annað Þjóðhátíðarlagið sem Halldór Gunnar semur en hann samdi einnig Þar sem hjartað slær sem kom út árið 2012 og Sverrir Bergmann flutt ásamt Fjallabræðrum.

Albatross, nýstofnuð hljómsveit Halldórs og Sverris, gefur lagið út og frumflytja það á Þjóðhátíð í sumar. Albatross var stofnuð í kringum síðustu áramót og er nú í hljóðveri að taka upp tónlist.

Forsala á Þjóðhátíð hefst fimmtudaginn 25. febrúar á dalurinn.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing