Auglýsing

Friðrik Dór segir söguna á bakvið Hlið við hlið: „Jólakort og Viltu byrja með mér kort“

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson var gestur í nýjasta þætti af Lag verður til á Útvarp 101. Þar rifjaði hann upp hvernig hið goðsagnakennda lag Hlið við hlið varð til.

Nú eru um níu ár frá því að lagið kom fyrst út og Friðrik segir að margt hafi breyst í bransanum síðan þá. Þá segir hann frá því að lagið hafi verið ástæðan fyrir því að hann byrjaði að líta á sig sem tónlistarmann og þegar hann ákvað að gefa lagið út hafi hann einnig ákveðið að verða vinsælasti poppari Íslands.

Hluti af textanum varð til í jólakorti til kærustu Friðriks og síðan samdi hann restina fyrir söngleik í Versló. Friðrik segir að Hlið við hlið hafi verið besta lagið í söngleiknum og hann hafi viljað fara með það lengra.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing