Auglýsing

Friðrik Dór sendir frá sér nýtt lag: „Fékk nóg af því að bíða eftir sumrinu”

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson gaf út nýtt lag í dag. Lagið heitir Segir Ekki Neitt og verður á nýrri safnplötu söngvarans sem kemur út í haust.

Friðrik var í viðtali hjá Rúnari Róberts á Bylgjunni í dag þar sem han talaði um lagið. Þar segir Friðrik að lagið hafi átt að vera sumarsmellur.

„Ég var alltaf að bíða eftir sumrinu og það kom aldrei þannig ég gafst upp og ákvað að sleppa þessu lausu í dag. Ég er að fara núna til útlanda í mánuð þannig ég fæ að minnsta kosti að upplifa sumar núna,” segir Friðrik.

Lagið samdi Friðrik í samstarfi við StopWaitGo í upphafi árs. Hann sýndi smá sýnishorn úr laginu í bílakarókí með bróður sínum Jóni Jónssyni fyrr í sumar.

Friðrik ræddi einnig við Rúnar um steggjun sína sem var á miðvikudaginn. Hann segir að það hafi komið honum á óvart að hún hafi verið á miðvikudegi og að það hafi verið mjög gaman. Þá ræddu þeir um framhaldið hjá Friðriki en hann heldur lokatónleika nú í haust áður en hann kveður landið.

Hann segir að það sé þó enn nóg af verkefnum sem hann eigi eftir að klára áður en hann kveður landið og heldur í nám til Ítalíu. Friðrik mun meðal annars stýra sjónvarpsþáttunum Kórar Íslands í vetur.

Hlustaðu á lagið Segir Ekki Neitt

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing