Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson var steggjaður í gær. Friðrik mun giftast Lísu Hafliðadóttur á Ítalíu seinna í sumar. Tónleikar á Pylsubarnum í gær voru hluti af steggjun Friðriks en þar tók Friðrik nokkur lög á meðan gestir og gangandi gæddu sér á fríum pylsum.
Eitt þekktasta lag Friðriks Dórs er lagið Í Síðasta Skipti en það lag lenti í öðru sæti í undankeppni Eurovision árið 2015. María Ólafs sigraði undankeppnina með lagið Lítil Skref en það var eitt af þeim lögum sem Friðrik tók á tónleikunum í gær.
Friðrik deildi myndbandi af flutningnum á Facebook síðu sinni í gær og útkoman var ansi skemmtileg. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.
Sjá einnig: Jón Jónsson og Friðrik Dór kíktu á rúntinn og hentu í besta bílakarókí sem þú munt sjá
Hann var klæddur Haukabúningnum frá toppi til táar en Haukar eru erkifjendur FH í íþróttaheiminum og Friðrik er harður FH-ingur.
Gunni og Felix voru kynnar á tónleikunum en Gunni sagði við Friðrik eftir flutninginn að ef hann hefði sungið lagið á sínum tíma þá hefði hann unnið. „Ég hef nefnilega alltaf vitað það,” svaraði Friðrik og áhorfendur hlóu.
Friðrik hoppaði einnig í sjóinn í bleikri sundskýlu. Þá tók hann þátt í svokallaðri stjórnun sem Auðunn Blöndal stýrði en stjórnun var vinsæll liður í sjónvarpsþáttunum 70 mínútur á sínum tíma.
Posted by Friðrik Dór Jónsson on Miðvikudagur, 8. ágúst 2018