Auglýsing

Friðrik Ómar tekur ummæli Gunnars Braga ekki nærri sér en segir þau leiðinleg fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum

Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson segir að ummæli Gunnars Braga um hann í upptökum sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í dag fái ekki á hann. Hann taki ummælunum ekki persónulega. Friðrik Ómar var gestur í þætti Sigga Gunnars á K100 í morgun.

Ein ummælin sem vöktu athygli úr upptökum sem  Stundin og DV fjölluðu um voru ummæli Gunnars Braga. Hann sagði að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.

Sjá einnig: Sigga Dögg varar fólk við því að smyrja smjöri á smokka: „Eykur hættuna á að smokkurinn rifni“

„Mér finnst þetta fyndið, það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig og ég tek þessu ekki persónulega. Allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum,“ segir Friðrik á K100.

Friðrik telur að Gunnari Braga sé ekki persónulega illa við sig heldur hafi kynhneigð hans verið það sem hafi skipt máli í þessu tilviki.

„Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.

Friðrik grínaðist á Instagram í gærkvöldi og steikti smokk upp úr smjöri. Hér að neðan má hlusta á viðtal hans hjá Sigga Gunnars.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing