Auglýsing

Frosti og Gunnar Smári rifust á Brotkast: „Mér fannst Musk og Logason ganga svolítið langt í þessu“

Fjölmiðlamaðurinn og pólitíkusinn Gunnar Smári Egilsson mætti í stúdíó Brotkasts þar sem hann ræddi við Frosta Logason um transfólk í keppnisíþróttum. Til þess að gera langa sögu stutta þá voru þeir Gunnar Smári og Frosti alls ekki sammála en sá fyrrnefndi vildi meina að umræðunni væri stjórnað af mönnum sem telji karlmennsku sinni ógnað af transkonum.

„Kynvitund er tiltölulega nýtt fyrirbrigði – að kynvitund sé eitt og líffræðilegt kyn sé annað. Við erum búin að samþykkja það sem samfélag að þú getir skilgreint, eftir þinni kynvitund, þitt kyn en það breytir því samt ekki – þegar við erum að tala um keppnisíþróttir og svona – að þá finnst konum skipta máli, eðlilega, hvert sé þitt líffræðilega kyn.“

Þá sagði Gunnar Smári reglulega að „Musk og Logason“ væru á þessari og hinni skoðun en viðtalið hefur vakið mikla athygli – þá sérstaklega fyrir þær sakir að þeir nánast rifust í þættinum. Nútíminn fékk góðfúslegt leyfi til þess að birta myndbrot úr þættinum og er hægt að nálgast það hérna fyrir neðan en við skulum grípa aðeins niður í viðtalið…

Segir Musk og Logason vilja ráða kyni fólks

„Þegar að þessi transumræða byrjaði, og það er ekkert langt síðan, þá kemur fólk fram og segist vilja skilgreina sitt kyn. Mér finnst allt í lagi að hlusta á það en mér fannst Musk og Logason og félagar ganga svolítið langt í því að „Við skulum skilgreina hvaða kyn þessi manneskja er“ sem mér finnst alveg nýr kafli,“ sagði Gunnar Smári og hélt áfram.

„Þú kemur með eitthvað og segir eitthvað „ég tel það út af X og Y“ og eitthvað svona og þar með eigi hún að vera kona. Ég efast um vald þitt til þess að gera það.“

Þessu var Frosti ósammála og benti á að kynvitund væri tiltölulega nýtt fyrirbrigði, bæði hér á Íslandi og úti í heimi.

„Kynvitund er tiltölulega nýtt fyrirbrigði – að kynvitund sé eitt og líffræðilegt kyn sé annað. Við erum búin að samþykkja það sem samfélag að þú getir skilgreint, eftir þinni kynvitund, þitt kyn en það breytir því samt ekki – þegar við erum að tala um keppnisíþróttir og svona – að þá finnst konum skipta máli, eðlilega, hvert sé þitt líffræðilega kyn.“

Segir umræðuna ævintýralega

„Þessi umrædda kona (hér talar Gunnar Smári um hnefaleikakappann/konuna sem keppti og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum) hún er kona á fæðingarvottorðinu sínu og læknir sem tók á móti henni. Allt í einu skiptir það ekki máli því Musk og Logason eru mættir. Mér finnst það alveg ævintýralegt,“ sagði Gunnar Smári sem talaði um „Musk og Logason“ mjög oft í umræddu viðtali.

„Það er ekki Musk og Logason heldur eru óháðir aðilar sem gera próf í Tyrklandi og Indlandi sem leiðir til þess að niðurstaðan er að viðkomandi er með XY-litning. Það er eina sem er verið að benda á,“ svaraði Frosti en viðtalið er ævintýralega skemmtilegt. Hér fyrir neðan, einsog við komum að hér áðan, er brot úr viðtalinu en hægt er að horfa á það og hlusta í fullri lengd með áskrift að Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing