Auglýsing

Frú í Breiðholtinu tók fyrir mistök við símtölum sem voru ætluð forsætisráðuneytinu

Ingibjörg Sigurvinsdóttir, íbúi í Breiðholti í Reykjavík, hefur fyrir mistök í morgun þurft að taka við símtölum sem ætluð voru forsætisráðuneytinu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Stjórnarráðið er vaktað allan sólarhringinn og þegar vaktmenn fara úr móttökunni til að ganga um, þá áframsenda þeir símtöl í farsíma sinn. RÚV hefur eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, að í nótt hafi vaktmaður slegið inn einn rangan tölustaf í símanúmerið sem hann ætlaði að áframsenda í og það hafi orðið til þess að símtöl ráðuneytisins fluttust yfir í síma Ingibjargar.

Það gleymdist svo að taka áframsendinguna af í morgun og þess vegna fékk Ingibjörg nokkur símtöl. Hún segir létt í samtali við RÚV að hún hafi nægan tíma, enda hætt að vinna.

Þetta hefur ekki verið neitt ónæði, heldur bara lyft hversdaginum. En ég er tilbúin að hjálpa ef þeir telja að ég geti það. Ég er borgari þessa lands og tilbúin til aðstoðar. Það var gott að það gerðist ekkert.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing