Lof mér að falla, nýjasta kvikmynd Baldvins Z, var frumsýnd við hátíðlega athöfn í gærkvöld. Viðtökur frumsýningargesta hafa verið gríðarlega góð hafa fjölmargir deilt á samfélagsmiðlum broti úr dagbók Kristínar Gerðar, sem var varpað var á tjaldið áður en sýningin hófst í gær.
Kristín Gerður glímdi við fíknisjúkdóm og svipti sig lífi aðeins 31 árs gömul. Baldvin sagði frá í Fréttablaðinu á dögunum að saga hennar hafi verið kveikjan að myndinni.
?#lofméraðfalla pic.twitter.com/5lSBw98nzv
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) September 4, 2018
Lof mér að falla fjallar um vináttu og fíkniefnaneyslu tveggja unglingsstúlkna. Kvikmyndin byggir á raunverulegum atburðum og reynslu stúlkna af hörðum heimi fíkniefna.
Kristín Gerða hélt dagbók sem Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson, handritshöfundar myndarinnar, fengu leyfi aðstandenda hennar til að lesa. Þar fengu þeir innsýn í forsögu og hræðilega afleiðingar fíkniefnaneyslu.
Myndin fer í almennar sýningar á föstudaginn.