Auglýsing

FTT gagnrýnir Helga Hrafn og Birgittu: „Bíta ítrekað í höndina sem brauðfæddi þau“

Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) gagnrýnir Píratana Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur fyrir að „bíta í höndina sem brauðfæddi þau“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Þannig vísar félagið í að faðir Helga og móðir Birgittu hafi framfleytt fjölskyldu sinni með tekjum af höfundarréttarvörðu efni.

FTT vísar í frétt RÚV um samning sem höfundarréttarfélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa gert við fjarskiptafyrirtæki um að loka á síður þar sem tónlist, kvikmyndum og öðru höfundarréttarvörðu efni er deilt.

Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati gagnrýndi þetta við upphaf þingfundar í dag. „Þessar aðferðir, að stöðva höfundarréttarbrot, geta nefnilega ekki gengið fyrr en þær hafa gengið of langt,“ sagði hann.

FTT segir afar undarlegt að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli ítrekað kjósa að bíta í höndina sem brauðfæddi þá.

Þá segir að höfundarrétturinn sé forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, hafi um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins.

„Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttir, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur,“ segir í færslu FTT

Þá segir að „ítrekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum.“

Uppfært kl. 00.07: Færslan hefur verið fjarlægð og FTT biðst afsökunar.

FTT biðst velvirðingar á færslu sem birtist hér fyrr í dag. Hún var ósanngjörn og hefur verið fjarlægð. Höfundum er…

Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, September 16, 2015

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing