Auglýsing

Fulltrúar Framsóknar bítast um auglýsingatekjur Fljótsdalshéraðs

Upp er komið afar sérstakt mál í Fljótsdalshéraði þar sem bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins togast á um peninga sem sveitarfélagið nýtir í auglýsingar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi í Fljótsdalshéraði og markaðsstjóri áskriftarblaðsins Austurfréttar, vill að Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð auglýsi meira í fjölmiðlum fyrirtækisins. Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjarfulltrúi og flokkssystir Stefáns í Framsóknarflokknum, er hins vegar eigandi Dagskráarinnar sem er dreift frítt á svæðinu.

Í Fréttablaðinu kemur fram að Stefán áætli að að Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð hafi auglýst fyrir samtals 295 þúsund krónur í Dagskránni og 31 þúsund krónur í Austurglugganum.

Stefán Bogi færir þau rök fyrir máli sínu að frá Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði myndu gera Austurblugganum kleift að ráða að minnsta kosti einn blaðamann til viðbótar.

„Í rekstri þar sem barist hefur verið við að ná að halda tveimur manneskjum í vinnu við þetta, þá myndi þriðja manneskjan breyta ansi miklu,“ er haft eftir Stefáni í Fréttablaðinu.

Nánar um þetta furðulega mál á Vísi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing