Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins skáluðu í freyðivíni þegar viðræðum dagsins var lokið í Ráðherrabústaðnum. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Flokkarnir þrír hafa verið í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarnar vikur. Á vef RÚV kemur fram að þegar viðræðum lauk í dag hafi aðeins átt eftir að útkljá mál milli formannanna þriggja: Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Óvíst er hvað freyðivínsflæðið þýðir en það má velta fyrir sér hvort það sé til marks um árangur í viðræðum flokkanna við myndun ríkisstjórnar.