Auglýsing

Fundu stolið hjól í Reykjavík þökk sé GPS-tækni eigandans

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði eiganda reiðhjóls að hafa uppi á hjólinu eftir að einn fingralangur hafði tekið það ófrjálsri hendi. Þökk sé tækninni og GPS-staðsetningartæki á hjólinu þá gat eigandinn fylgst með hinum fingralanga ferðast um á því vítt og breitt um Reykjavík. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók embættisins.

Þar segir að hjólið hafi endað í ákveðnu húsnæði og að eigandinn hafi ekki treyst sér til þess að reyna að nálgast það og því mættu vaskir lögreglumenn á staðinn og komu því til eiganda þess sem mun eflaust aldrei hætta að nota tæknina sem varð til þess að hjólinu var skilað til hans.

Gengu í flasið á innbrotsþjófi

Þá barst tilkynning um yfirstandandi innbrot í verslun. Tilkynnandi kom með góða lýsingu á gerandi og fylgdi honum eftir þangað til lögregla koma á vettvang og handtók þjófinn. Tilkynnandi benti einnig á hvar þjófurinn hafði falið hluta af þýfinu. Þjófurinn vistaður í fangageymslu og tekin skýrsla af honum þegar hann er búinn að sofa úr sér.

Húsráðendur komu að innbrotsþjóf sem komst af vettvangi með eitthvað þýfi úr húsinu meðferðis. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir málið í rannsókn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing