Í Menntaskólanum í Reykjavík er hefð fyrir því að hver útskriftarárgangur lætur teikna skopmynd af sér í bók sem heitir Fauna. Þegar Sigmundur Davíð útskrifaðist þá var hann eitthvað ósáttur við niðurstöðu bekkjarteiknarans og keypti upp á sitt einsdæmi teikningu frá öðrum teiknara.
Eins og myndirnir fyrir neðan sýna er myndin af Sigmundi allt öðruvísi en hinar myndirnar. Sigmundur lét teikna sig með sverð og skjöld, sveitabæ í bakgrunni ásamt kastala og bókum.
Þegar myndirnar eru teiknaðar safnar bekkurinn saman skemmtilegum ummælum um viðkomandi sem síðan eru sett inn á myndina. Sigmundur Davíð fór ekki þessa leið og valdi sjálfur þau ummæli sem hann vildi að rötuðu inn á skopteikninguna í Faunu.
Hér má sjá myndina af Sigmundi. Smelltu til að stækka. Athyglisvert ert að skoða ummælin sem hann valdi á myndina.