Auglýsing

Future kemur fram í Laugardalshöll: „Fengur fyrir Íslendinga að fá hann á hátindi ferils síns!“

Rapparinn Future kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll sunnudaginn 8. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðburðafyrirtækinu Sena Live.

Í tilkynningunni kemur fram að Future sé einn heitasti tónlistarmaður heims í dag. „Fyrr á árinu droppaði hann tveimur sjóðandi heitum plötum sem fóru báðar á toppinn á Billboard 200 listann, líkt og flestar plötur sem hann hefur gefið út,“ segir þar.

Það er mikill fengur fyrir Íslendinga að fá hann á hátindi ferils síns!

Emmsjé Gauti og Aron Can hita upp. Future hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Drake, The Weeknd og Rihönnu. Hann á mörg vinsælustu lög heims í dag og má þar nefna „Selfish“, „Move That Dope“, „Turn on the Lights“, „Jumpman“ og „Mask Off“.

Miðar í stæði kosta 9.990 kr en númerað sæti kostar 14.990 kr. Miðasala hefst föstudaginn 25. ágúst klukkan 10 á tix.is/future.

Forsala Senu Live fer fram einum sólarhring áður, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing