Auglýsing

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur á meðan Bjarni situr sem fastast: „Ég þekki ekki neinar skýringar á þessari tilteknu könnun“

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist sögulega lágt í nýrri könnun Maskínu sem var birt í gærkvöldi. Samkvæmt niðurstöðum hennar er fylgi flokksins nú komið í aðeins 14,7% og missir hann því tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælinu Maskínu á meðan Miðflokkurinn er á mikilli siglingu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og félagar hans í Miðflokknum mælast með 13% fylgi og því munar aðeins tæpum tveimur prósentum á fylgi þeirra og Sjálfstæðismanna.

Ef marka má könnun Maskínu er ríkisstjórn Íslands aðeins með samanlagt um þrjátiu prósenta fylgi en VG bætir engu við sig og helst fylgi flokksins í 5% sem gerir hann að óvinsælasta stjórnmálaflokki landsins. Til samanburðar mælist Sósíastaflokkurinn með 6% fylgi.

Maskína: Hér eru helstu niðurstöður könnunarinnar.

„Nei, það er ég ekki að gera.“

RÚV ræðir við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á vef miðilsins en þar segist Bjarni ekki vera að íhuga stöðu sína – ekkert frekar en fyrri daginn þrátt fyrir, að því er virðist, frjálst fall flokksins í skoðanakönnunum: „Nei, það er ég ekki að gera,“ sagði Bjarni.

„Ég þekki ekki neinar skýringar á þessari tilteknu könnun, þær geta verið misjafnar og maður þarf líka að horfa á skekkjumörkin. En við erum auðvitað ekkert ánægð með svona mælingar og þurfum að fara að huga að því hvernig við getum lyft okkur aftur upp fyrir kosningar.“

Á vefsíðu Maskínu kemur fram að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.846, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar. Könnunin fór fram dagana 31. maí til 20. júní 2024.

Hér er hægt að sjá ítarlegar niðurstöður í PDF-formi á vefsíðu Maskínu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing