Við kveðjum þessa glæsilegu viku og kíkjum aðeins á það sem gerðist á Twitter í vikunni. Þar var fólk í stuði og hér eru fyndnustu tístin, því enginn nennir að fara út og díla við jólaundirbúning. Góða skemmtun!
Pössum Megas!
Hef misst tölu á því hversu oft ég hef nánast keyrt á Megas. Í alvöru. Hann þarf að fara í umferðarskóla fyrir börn. Eða fá stuðningsfulltrúa í neóngulum galla til að elta sig öllum stundum. Það vill enginn vera manneskjan sem drap Megas! Finnum lausn á þessu fáránlega vandamáli!
— Bragi Páll (@BragiPall) December 16, 2017
Fattaru?
Margir eru hræddir um að spænsk matarmenning muni tapas
— gunnare (@gunnare) December 16, 2017
Beyoncé gæti tekið 20 metra atrennu og sparkað í hvolp og allar skvísur í heiminum myndu líklegast segja “YASSS QWEEN SLAY???”
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) December 16, 2017
Þetta er besta tíst vikunnar!
19 ára nemi með áhuga á marketing spurði mig: "Hvað er góð bók fyrir mig að lesa ef ég vil fræðast um media marketing.”Sem er skemmtileg aflestrar." og ég var lens…enda veit ég ekkert um þetta en við spjölluðum aðeins og kom þá í ljós að ég hafði sofið hjá mömmu hans árið 1991.
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) December 15, 2017
Frábær hugmynd Ásbjörn!
Nú velja menn ljótustu og fallegust bókakápuna.Veljið ljótasta gagnrýnandan og þann fallegasta.
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) December 16, 2017
????
Systir mín tók mögulega besta snapp allra tíma ??? pic.twitter.com/97GJEU8ZGR
— Paldvin (@baldviningimar) December 15, 2017
Hataru dóttur þína jafn mikið og skítuga gólfið heima hjá þér? Farðu í Hagkaup og náðu í jólagjöfina í ár. pic.twitter.com/bVt5uy0uU2
— Emmsjé (@emmsjegauti) December 15, 2017
Ég fékk kartöflu í skóinn 9 ára gamall og þar sem ég gróf hana, stendur Þykkvabær í dag. Aldrei láta neinn segja ykkur hvað sé góð hegðun. RT ef þið gangið í skóm.
— $v1 (@SveinnKjarval) December 15, 2017
Ekki misskilja mig, það var mjög óþægilegt að láta fjarlægja 3 tennur úr mér í dag, en allan tímann sem læknirinn klauf í sundur og hjakkaðist á jöxlunum mínum hugsaði ég: „HAHA þetta er EKKERT miðað við það þegar ég FÆDDI BARN.“
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) December 15, 2017
HAHA!
Veit ekki með ykkur en ég er ekkert sérlega peppaður í þetta nýja Nocco bragð. pic.twitter.com/pPjtyMKi3I
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) December 15, 2017
Próflok ? pic.twitter.com/uvZhRpUaAP
— Stefán Snær (@stefansnaer) December 15, 2017
Var einmitt að pæla af hverju mér gekk svona illa í prófinu í morgun ??♀️ pic.twitter.com/PKlnzEMJTL
— Helena Björk (@helenabjorkk) December 15, 2017
Þessi greiðsla sló í gegn!
Magnað að fermingarklippingin mín hafi komist á þing á undan mér. #stefnuræða pic.twitter.com/oBeySIoWqy
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) December 14, 2017
Simmi heldur ræðu reaction pics #stefnuræða pic.twitter.com/SeL6UDsGiG
— María Björk (@baragrin) December 14, 2017
Hvað kallast það þegar Dagur B Eggerts fær sér kókaín?
Borgarlína.
— Björn Leó (@Bjornleo) December 14, 2017
Þumall!
Tók til minna ráða og breytti þumlinum á chattinu okkar mömmu í hjarta svo samskiptin okkar yrðu skemmtilegri, mamma leysti það vandamál með prýði pic.twitter.com/tOstXT0j0k
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) December 14, 2017
Samt mjög auðvelt að sjá að þetta er hann. pic.twitter.com/VarH8GTvFN
— Björn Bragi (@bjornbragi) December 13, 2017