„Það sem stendur upp úr er að keisarinn var ekki í neinum fötum. Þessir fjölmiðlar eru búnir að missa trúverðugleika sinn,“ segir Ívar Páll Jónsson, fyrrverandi blaðamaður, sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni.
„Það hefur komið í ljós að ríkisvaldið hefur allskonar ítök og beitt þessa miðla þrýstingi.“
Hann ræðir hér um þann nýja veruleika, sem birtist okkur í gegnum óháða samfélagsmiðla, hvernig stóru fjölmiðlarnir sem við höfum alltaf lagt allt okkar traust á eru ekki þær hlutlægu uppsprettur frétta sem þeir gefa sig út fyrir að vera. Þeir séu ekki rás sannleikans heldur hagsmuna og hugmyndafræði þar sem sannleikurinn er oft hliðarmarkmið og tilgangurinn helgar gjarnan meðalið.
Ríkisvaldið hafi ítök
„Þetta COVID-mál allt saman er mjög magnað mál í mannkynsögunni held ég og það var algjörlega magnað að fylgjast með – við sáum það hér í íslenskum fjölmiðlum, hvernig þeir brugðust algjörlega. Þeir voru gagnrýnislausar málpípur ráðandi afla, þvert á sitt ætlaða hlutverk. Fjórða valdið og allt það. Tóku þátt í einhvers konar „crowd control“ þar sem verið var að sópa fólki inn í Laugardalshöll í sprauturnar og allt það. Þar helgaði tilgangurinn meðalið og sannleikurinn varð, hvað eigum við að segja, hliðarskaði í því. Svo sá maður náttúrulega ritstkoðunartilburðina í kringum þetta allt saman og hvernig frásagnir af aukaverkunum voru kæfðar niður,“ segir Ívar Páll og bætir við að það hafi komið í ljós að ríkisvaldið hafi allskonar ítök.
„Þegar maður sér eða hefur aðgang að upplýsingunum beint í gegnum einhvern svona kanal eins og einn samfélagsmiðil sem er X.com og sá sem er þar inni og sér hvað er í gangi og fær fréttirnar beint í æð – hann sér það og áttar sig á því að hinir hefðbundnu fjölmiðlar, þessir gömlu fjölmiðlar, eru alltaf með einhvern erindrekstur eða jafvel pólitíska hugmyndafræði á bakvið fréttaflutning sinn. Það felst bæði í ritstjórnarvali á fréttum og hvernig er sagt frá því í fréttunum. Þetta náttúrulega hefur alltaf verið svona,“ segir Ívar Páll.
„Það hefur komið í ljós að ríkisvaldið hefur allskonar ítök og beitt þessa miðla þrýstingi.“
Hér fyrir neðan er brot úr viðtalinu sem hægt er að heyra og horfa á í fullri lengd með áskrift að Brotkast-hlaðvarpsveitunni.